Opnunartími

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 12:00 – 21:00

Morgunverður er afgreiddur á milli 8:00 – 10:00

Sími : 435-0111

Kæru viðskiptavinir,
Við höfum ákveðið að nk. mánudag og þriðjudag 23 og 24 mars verður lokað hjá okkur.
Við munum svo taka stöðuna viku fyrir viku og senda tilkynningar á facebook og á heimasíðunni okkar.


Framlenging á gjafabréfum sem renna út vor 2020

Kæru viðskiptavinir,

Undanfarin ár höfum við boðið þeim sem ekki ná að nýta gjafabréfið sitt á tilsettum tíma að uppfæra það í nýtt gjafabréf með lengri gildistíma


Við buðum uppá gjafabréf nú fyrir jólin með stuttum gildistíma og gjafabréf með lengri gildistíma – verð bréfana fór eftir gildistíma þeirra.


Vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu um þessar mundir gerum við okkur grein fyrir því að ekki allir ná að nota gjafabréfin sín sem renna út núna 30. apríl. 
Þess vegna vijum við bjóða uppá uppfærslu á mun hagkvæmari verði heldur en undanfarin ár.


2 möguleikar eru til að velja úr:
1. framlengja gjafabréfinu á tímabil 1. mai – 20. des fyrir 4.000 kr
2. framlengja gjafabréfinu á tímabil 1. okt – 20.des fyrir 2.000 kr


Til að nýta þessa uppfærslu þarf að millifæra á reikning 552-26-272 kt. 520115-2500 og senda kvittun á hraunsnef@hraunsnef.is
Þegar greiðsla hefur borist sendum við þér nýtt gjafabréf með nýjum gildistíma.


VIð vonum að þessi lausn geti hentað viðskiptavinum okkar og þökkum fyrir skilininginn á þessum flóknu tímum.

Þess vegna vijum við bjóða uppá framlengingu á gjafabréfum.

Tveir valmöguleikar eru í boði:

1. framlengja gjafabréfinu á tímabil 1. mai – 20. des fyrir 4.000 kr

2. framlengja gjafabréfinu á tímabil 1. okt – 20.des fyrir 2.000 kr

Til að nýta þessa framlegningu þarf að hafa samband við okkur á hraunsnef@hraunsnef.is taka fram númerið á gjafabréfinu þínu og taka fram hvorn kostinn þú vilt. 

Þegar greiðsla hefur borist sendum við þér nýtt gjafabréf með nýjum gildistíma.

Athugið að það þarf að hafa samband áður en gjafabréfið rennur út. 

Veitingastaður

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 12:00 – 21:00

Framleitt á Hraunsnefi og bæjum í kring

Landnámshænurnar okkar ganga frjálsar um inni og úti og framleiða fyrir okkur egg.  Einnig fáum við egg af landnámshænum frá bænum Steinum 

Allt nautakjöt er heimaalið af okkar eigin frjálsu nautgripum og við vinnum allt kjötið sjálf. 

Allt grísakjöt er heimaalið af okkar eigin frálsu grísum. Við vinnum kjötið sjálf og framleiðum úr því skinku, bacon og fleira.

Lambakjötið er að mestu leiti af okkar eigin frjálsu lömbum, við vinnum allt kjötið sjálf. 

Við framleiðum einnig matarstell á staðnum. Hægt er að kaupa handgerða diska ofl.

Hótel

Sveitahótel


Á sveitahótelinu eru 15 herbergi.

Fimm herbergi á jarðhæð og tíu herbergi á efri hæð
Herbergin á annari hæð eru öll með útsýni úr hverjum glugga og herbergin á fyrstu hæð hafa öll sér pall.

Herbergin eru innréttuð hvert í sínum stíl.

Herbergin hafa öll sama útbúnað:
  • Sér inngangur
  • Snyrting með sturtu
  • Hárþurrka og sléttujarn
  • Sloppar 
  • Sjónvarp

Smáhýsi


Við bjóðum upp á tvö 15 fm. smáhýsi. Smáhýsin eru útbúin með hjónarúmi 140 x 200 cm, sér snyrtingu, sjónvarpi og eldhúskrók. Gistirými fyrir 2 manneskjur.

Einnig bjóðum við upp á eitt 25 fm. smáhýsi sem er útbúið með hjónarúmi 140 x 200 cm með koju yfir 80 x 190 cm ásamt einu einstaklingsrúmi 90 x 200 cm og svefnsófa 110 x 190 cm. Sér snyrting og sturta, eldhúskrókur og sjónvarp er í húsinu. Gistirými fyrir allt að 5 manns.

Hægt er að leigja smáhýsin með eða án sængurfata 

Án sængurfata eru smáhýsin eins og svefnpokapláss þ.e. enginn sængurföt, ekki handklæði eða sloppar

Með sængurfötum fylgja einnig handklæði og sloppar

Aðstaðan


Hraunsnef

Fyrir þá sem hafa gaman af fjallgöngum þá er hægt að ganga upp á Hraunsnefsöxl. Upp fjallið eru rauðar stangir sem er búið að setja niður með 10 metra á milli. Gangan tekur sirka 3 – 4 klukkutíma. Þegar veðrið er upp á sitt besta er útsýnið frá toppnum stórfenglegt og jafnvel hægt að sjá til Langjökuls þaðan. Endilega spyrjið starfsfólkið í móttökunni ef frekari spurningar vakna. 

Skoðunarferðir um dýraríkið

Á Hraunsnefi eru alls konar dýr á ferðinni. Þau eru öll vinaleg og finnst gott að láta klappa sér. Þau geta verið mikið á vappinu og kemur það ekki á óvart ef þau koma að heilsa fyrir utan hótel herbergið eða veitingarstaðinn. Á bænum höfum við kýr, svín, kindur, hænur og ketti. Við tökum stolt á móti lömbum frá nágrönnum okkar í sveitinni, sem hafa misst mæður sínar og sinnum þeim. 

Heitir pottar

Á staðnum erum við með tvo heita potta sem hægt er að nota hvenær sem er sólarhringsins. Vatnið í pottunum er náttúru vatn sem kemur af fjöllunum. Eftir langt ferðalag er um að gera að kíkja í pottinn og slaka aðeins á. Hjá pottunum eru ljós með skynjara svo ljósin slökkni sjálfkrafa og auðveldara sé að sjá norðurljósin ef þau eru til staðar. Sloppar eru í baðherbergjunum og hægt er að fá inniskó í móttökunni. 

Eldstæði

Eldstæðið er arin undir þaki varinn með grjót veggjum. Á köldu vetrarkvöldi mælum við með að setjast inn við arin og hlýja sér við heitann eldinn. Þar eru bekkir og teppi sem hægt er að nota og slaka á með góða drykki og félagsskap. Við reynum að halda eldinum uppi öll kvöld ef veður leyfir. 

Myndir