Vörumerkin okkar
Handvaldar vörur frá Hraunsnefi – ræktaðar, framleiddar og saumaðar með ást á Íslandi.
E-Glow Tallow Húðvörur
Unnar úr tólg frá frjálsum nautgripum á Hraunsnefi. Vörurnar eru handgerðar hér á bænum af elstu dótturinni — hreinar, nærandi og íslenskar í gegn.
- 100% náttúrulegt tólg frá okkar eigin búfé
- Handgerð framleiðsla á Hraunsnefi
- Frábært fyrir þurra og viðkvæma húð
Saga E-Glow
Á Hraunsnefi leggjum við áherslu á að nýta allt sem býlið gefur. Tólgin kemur frá okkar eigin nautgripum og er brædd og hreinsuð af nákvæmni áður en hún fer í krem, sápur og smyrsl. Þetta er fjölskylduframleiðsla þar sem elsta dóttirin leiðir verkið.
Emra Barnaföt
Hlý, falleg og endingargóð barnaföt — saumuð af yngstu dótturinni. Hönnunin er innblásin af sveitalífi, náttúru og frjálsum leik.
- Saumað á Íslandi í litlum upplögum
- Mjúk, barnvæn efni og vönduð vinna
- Endingagóðar flíkur sem vaxa með barninu
Um Emra
Emra er fatamerkið sem yngsta dóttirin stofnaði heima á bænum. Hún sér um að hanna, sníða og sauma allar flíkurnar. Jólapakkarnir hafa slegið í gegn sl. ár.