Veitingastaður

Framleitt á Hraunsnefi og bæjum í kring

Landnámshænurnar okkar ganga frjálsar um inni og úti og framleiða fyrir okkur egg.  Einnig fáum við egg af landnámshænum frá bænum Steinum 

Allt nautakjöt er heimaalið af okkar eigin frjálsu nautgripum og við vinnum allt kjötið sjálf. 

Allt grísakjöt er heimaalið af okkar eigin frálsu grísum. Við vinnum kjötið sjálf og framleiðum úr því skinku, bacon og fleira.

Lambakjötið er að mestu leiti af okkar eigin frjálsu lömbum, við vinnum allt kjötið sjálf. 

Við framleiðum einnig matarstell á staðnum. Hægt er að kaupa handgerða diska ofl.