Sóttkví

Við höfum fengið beiðni frá Ferðamálastofu að bjóða uppá gistingu fyrir fólk sem er á leiðinni heim og í sóttkví.

Hótelið okkar er sérstaklega hentugt fyrir þessa þjónustu þar sem öll herbergi eru með sér inngangi svo ekki þarf að hætta á að mæta öðrum gestum innandyra. Falleg náttúra er umhverfis fyrir göngur. Og munum við bjóða uppá tímabókanir fyrir notgunn á heitu pottunum, svo hægt sé að njóta þeirra.

Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður yrði færður uppá herbergi. Matseðill verður að hætti kokksins og þurfa gestir að láta vita ef um mataróþol eða sérstakt fæði er að ræða. Kaffivél og te er á herbergjunum.

Dagleg þrif verða ekki í boði en lítið mál verður að fá hrein handklæði og annað sem fólk þarfnast yfir tímabilið. Við byðjum gesti í sóttkví að koma ekki inn í móttöku heldur hringja ef eitthvað er. s: 435-0111


Verð á nóttina
1 nótt með morgunverði
Tveggja manna16.000
Eins manns12.000


2-7 nætur m/fæði
Tveggja manna20.000
Eins manns16.000


8-14 nætur m/fæði
Tveggja manna18.000
Eins manns14.000